
SKILMÁLAR — PERSÓNUVERND
Dögg Guðmundsdóttir — klínískur næringarfræðingur
Nutriment, Reykjavík
Síðumúli 13, 3. hæð
108 Reykjavík.
Dögg Guðmundsdóttir er klínískur næringarfræðingur og sjálfstætt starfandi verktaki (hér eftir í sameiningu nefnt ,,Nutriment Reykjavík”)sem býður uppá næringarráðgjöf, fyrirlestra og námskeið (hér eftir í sameiningu nefnt ,,þjónustan”). Þjónustan fer meðal annars fram sem staðviðtað eða fjarviðtal.
Þjónustan er háð eftirfarandi skilmálum. Þegar þú notar vefsíðuna eða kaupir þjónustu samþykkir þú þessa skilmála. Vinsamlegast lestu vel yfir þá. Fyrir frekari upplýsingar eða spurningar út í skilmála sendu tölvupóst á dogg@nutrimentrvk.is.
Nutriment Reykjavík áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara.
Notendaskilmálar þessir lýsir því að uppfylltum hvaða skilyrðum þjónustan stendur þér til boða. Það að ganga að skilmálunum er forsenda þess að þú fáir aðgang að þjónustunni og heimild til þess að nota hana. Með því að ganga að þessum skilmálum samþykkir þú og viðurkennir að Nutriment Reykjavík megi segja upp samningnum ellegar loka hvenær sem er aðgangi þínum að þjónustunni tímabundið ef þú uppfyllir ekki ákvæði þessara skilmála. Samþykkir þú ekki skilmálana (eins og þeir eru skilgreindir hér að neðan) er þér óheimilt að nota þjónustuna, fá aðgang að og nýta þér efni frá Nutriment Reykjavík eða Dögg Guðmundsdóttir.
Jafnframt viðurkennir þú og samþykkir að Nutriment Reykjavík vinni persónuupplýsingar um þig í samræmi við persónuverndarstefnu Nutriment Reykjavík.
Til viðbótar kunna viðbótarnotendaskilmálar að gilda um suma hluta þjónustunnar, svo sem reglur um tiltekna samkeppni, viðbótarskilmálar og -skilyrði fyrir viðbótarþjónustu eða aðrar aðgerðir, eða fyrir tiltekið viðbótarefni, varðandi sérstakar áskriftarleiðir, vörur eða hugbúnað sem er aðgengilegur í gegnum þjónustuna. Ef þörf er á viðbótarskilmálum og viðbótarskilyrðum verða þau kynnt þér í tengslum við viðkomandi aðgerðir eða vörur. Hvers kyns viðbótarskilmálar og viðbótarskilyrði, sem Nutriment Reykjavík kann að setja fram, koma til fyllingar skilmálum þessum og munu, ef þau stangast á við þá, ganga framar skilmálum þessum.
Notkunarskilmálar
Nutriment Reykjavík veitir næringarráðgjöf í gegnum netið á öruggan hátt. Fjarþjónustan er einungis ætluð einstaklingum 18 ára og eldri en staðarþjónustan býðst öllum sem það kjósa. Notandanum er gert grein fyrir því að með því að samþykkja þessa skilmála þá er hann að veita upplýst samþykki fyrir vinnslu á persónuupplýsingum.
Nutriment Reykjavík notar hugbúnað frá Kara Connect við veitingu fjarviðtala og finna má skilmála fjarviðtala í bókunarferli þeirra.
Umhverfi fjarviðtala er hýst af Köru Connect ehf. sem er vinnsluaðili gagna (sjá notkunarskilmála Köru Connect hér). Nutriment Reykjavík er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þjónustuna. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á dogg@nutrimentrvk.is.
Fjarviðtal og staðviðtal
Afbókanir
Geti skjólstæðingur ekki nýtt sér bókaðan viðtalstíma er mikilvægt að afboða hann með minnst 24 klst. fyrirvara. Forfallagjald er sem nemur 50% kostnaðar fyrir þjónustuna og áskilur Nutriment Reykjavík sér rétt á innheimtu þess gjalds með innheimtuþjónustu Payday. Hægt er að tilkynna afbókanir með því að senda póst á dogg@nutrimentrvk.is. Athuga skal að ekki er hægt að tilkynna forföll í gegnum hugbúnaðinn Kara Connect.
Ábyrgð þín
Þú berð ábyrgð á að muna eftir að mæta í viðtalstímann þinn en þú getur séð hvenær þú átt bókaðan tíma á heimasvæðinu þínu hjá Köru Connect. Þú berð sömuleiðis ábyrgð á því að þú hafir næði á meðan þú ert í viðtalstíma hjá næringarfræðingi þínum í gegnum myndfundabúnað og að netsamband þitt og tækjabúnaður sé nægilega góður.
Greiðslur og verð
Greiðslumáti – Fjarviðtöl
Greiðsla er innt af hendi í lok fjarviðtals þar sem skjólstæðingur fær sendan innheimtakröfu í heimabanka með 7 daga greiðslufrest. Reikningur verður einnig sendur á tölvupóst skjólstæðings sem hægt er framvísa til stéttarfélaga vegna greiðsluþátttöku en sum stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til að sækja veitta þjónustu.
Greiðslumáti – Netnámskeið
Greiðsla fyrir netnámskeið Nutriment Reykjavík fer í gegnum örugga greiðslugátt Payday.
Verð
Öll verð eru í íslenskum krónum og eru verð og upplýsingar um þjónustu birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Við áskiljum okkur rétt til verðbreytinga án fyrirvara.
Rekstur heilbrigðisþjónustu
Nutriment Reykjavík með leyfi frá Embætti landlæknis. Dögg Guðmundsdóttir, veitandi heilbrigðisþjónustu hjá Nutriment Reykjavík er með löggilt starfsleyfi frá Embætti landlæknis.
Trúnaður og þagnarskylda næringarfræðinga
Næringarfræðingur skal gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Þetta gildir ekki bjóði lög annað, eða rökstudd ástæða sé til að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar. Samþykki sjúklings eða forráðamanns, ef við á, leysir næringarfræðing undan þagnarskyldu. Þagnarskylda samkvæmt þessari grein nær ekki til atvika sem næringarfræðingi ber að tilkynna um samkvæmt öðrum lagaákvæðum. Í þeim tilvikum ber næringarfræðingi skylda til að koma upplýsingum um atvik á framfæri við viðeigandi stjórnvöld. Um trúnaðar- og þagnarskyldu næringarfræðings gilda jafnframt ákvæði laga um réttindi sjúklinga, ákvæði laga um sjúkraskrár og önnur lög eftir því sem við á.
Hugverkaréttur
Þjónustan er höfundarréttarvarin eign okkar og hefur að geyma höfundarréttarvarða eign leyfisveitenda okkar eða leyfishafa, og öll vörumerki, þjónustumerki, viðskiptaheiti, vöruútlit og önnur hugverkaréttindi innifalin í þjónustunni eða í efninu sem stendur þér til boða í gegnum þjónustuna eru okkar eign eða leyfisveitenda okkar eða leyfishafa ellegar tengdra fyrirtækja. Nema við samþykkjum það sérstaklega með skriflegum hætti má ekki nota eða nýta neinn þátt þjónustunnar eða efnisins, sem hún inniheldur, á neinn annan hátt en sem hluta af þjónustunni sem þér er veitt samkvæmt skilmálunum. Jafnvel þótt þú eigir hið áþreifanlega tæki, sem þú notar til þess að nýta þér þjónustuna, höldum við fullu og algjöru eignarhaldi á þjónustunni og öllum hugverkaréttindum sem í henni felast. Við hvorki framseljum eignarrétt eða eignarhald á nokkrum hluta þjónustunnar til þín né framseljum við til þín nokkurn eignarrétt eða eignarhald á nokkrum hluta þess efnis sem aðgengilegt er í gegnum þjónustuna. Ekkert það sem boðið er upp á af nokkru vöruheiti í eign eða undir nytjaleyfi Nutriment Reykjavík skal túlka sem svo, að það veiti, beint eða óbeint, nokkurt leyfi eða rétt til þess að nota nokkurt vörumerki, sem birt er í tengslum við eða sem hluti af þjónustunni sem þér er veitt.
Leyfi til nýtingar á efni og hugbúnaði
Það efni sem þér er aðgengilegt í gegnum þjónustuna kann að vera mismunandi frá einum tíma til annars og mismunandi milli ólíkra landa og svæða þar sem þjónustan er aðgengileg. Efnið kann einnig að vera mismunandi eftir staðsetningu þinni þegar þú nálgast þjónustuna. Dögg Guðmundsdóttir/Nutriment Reykjavík ber enga ábyrgð á því að þjónustan eða efnið sem aðgengilegt er í gegnum þjónustuna verði tiltækt til notkunar í öðru landi en því sem þú hefur aðsetur og þar sem þjónustan er gerð þér aðgengileg.
Við veitum þér hér með takmarkað, afturkallanlegt leyfi, sem felur ekki í sér einkarétt og er ekki framseljanlegt, til þess að fá aðgang að og nota þjónustu hugbúnaðinn, efni þjónustunnar, sýndarefni eða annað efni til eiginnota einvörðungu en ekki í atvinnuskyni.
Þú staðfestir, ábyrgist og samþykkir að þú munir ekki afrita, endurgera, tvöfalda, breyta, skapa afleidd verk, birta, gefa út, dreifa, miðla, útvarpa, senda út, selja, leigja, lána, framselja, dreifa eða á annan hátt nýta í nokkrum tilgangi (í atvinnuskyni eða öðru) nokkuð efni og/eða hluta af þjónustunni eða þjónustuna í heild til þriðja aðila (þar með er talin, án takmarkana, birting og dreifing efnisins á vefsíðu þriðja aðila) án þess að skýrt skriflegt fyrir fram gefið leyfi Nutriment Reykjavík liggi fyrir eða að slíkt sé sérstaklega heimilað á grundvelli gildandi ófrávíkjanlegra laga.
Uppsögn og endurgreiðslur
Þegar þú gerist notandi að einum af netnámskeiðum Nutriment Reykjavík hefur þú fjórtán daga til að segja upp þjónustunni m.v.t. laga um neytendasamninga. Ef þú hefur ekki nýtt þér þjónustuna að neinu leyti færð þú að fullu endurgreitt.
Ef þú byrjar að nýta þér efni þjónustunnar með því að lesa skjöl, niðurhala efni, hlusta á eða horfa á fyrirlestra hefur þú þegar nýtt þér þjónustuna og hefur þar með samþykkt að þú fallir frá réttinum til þess að falla frá samningi um kaupin.
Persónuvernd
Persónugögn
Persónugögn eru gögn sem hægt er að tengja við einstaklinga. Nutriment Reykjavík safnar og vinnur eftirfarandi persónugögn sem hægt er að tengja við þig:
Almennar upplýsingar:
Nafn
Tölvupóstur
Heimilisfang
Símanúmer
Kennitala
Upplýsingar um tengilið skjólstæðings ef við á (Nafn, sími, heimilisfang). T.d. forráðamaður eða maki
Heilbrigðisupplýsingar (sjúkraskrá):
Samkvæmt lögum um sjúkraskrá nr. 55/2009 skal heilbrigðisstarfsmaður sem fær sjúkling til meðferðar halda sjúkraskrá. Heilbrigðisupplýsingar eru upplýsingar sem verða til við meðferð sjúklings og heilbrigðisstarfsmanns.
Greiðsluupplýsingar:
Nutriment Reykjavík sér hvorki um, né geymir kortaupplýsingar hjá sér. Greiðslur fara fram í gegnum innheimtuþjónustu eða greiðslugátt Payday.
Meðhöndlun á persónugögnum
Nutriment Reykjavík notar persónugögn þín eingöngu í þeim tilgangi að efna samning við þig um veitingu næringarráðgjafar.
Aðrar upplýsingar sem við geymum um þig eru geymdar eins lengi og nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Einstaka upplýsingar geta verið geymdar lengur ef sérstakar reglur gilda t.d. skatta- eða bókhaldslög.
Nutriment Reykjavík notast við Köru Connect til að safna og geyma persónugögn. Persónugreinanlegar upplýsingar, ásamt öðrum gögnum, eru dulkóðaðar í gagnagrunni með 256 bita dulkóðun. Öll samskipti milli skjólstæðings og sérfræðings innan Köru eru dulkóðuð með SSL/TLS skírteini.
Tilgangur og heimild til vinnslu persónuupplýsinga
Vinnsla á upplýsingum um aðgangsorð og netfang eru nauðsynlegar til að beina skjólstæðingum rétt aðgengi að sérfræðing, aðgangi að netnámskeiði, geta haft samband við viðkomandi, sent út reikninga eða fylgt eftir ráðgjöf. Heimildin er samþykki þess sem persónuupplýsingarnar eru um (hins skráða) fyrir vinnslunni í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða.
Vinnsla á heilsuupplýsingum (sjúkraskrá) er nauðsynleg til að skrá niður upplýsingar sem snúa að ráðgjöfinni og framgangi ráðgjafarinnar. Heimildin er samþykki þess sem persónuupplýsingarnar eru um (hins skráða) fyrir vinnslunni í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða. Einnig veitendum heilbrigðisþjónustu skylt að halda sjúkraskrá og því er vinnsla nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á þeim sem ákveður vinnsluna (ábyrgðaraðila).
Vinnsla á greiðsluupplýsingum er nauðsynleg til að skjólstæðingar geti greitt fyrir þjónustu Nutriment Reykjavík ef og þegar við á. Heimildin er samþykki þess sem persónuupplýsingarnar eru um (hins skráða) fyrir vinnslunni í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða.
Ágreiningur
Komi upp ágreiningur á milli Nutriment Reykjavík og þín, skulu aðilar byrja á því að reyna að útkljá ágreininginn með samkomulagi. Ef aðilar geta ekki komist að samkomulagi má beina málinu til Neytendastofu, Borgartúni 29, 105 Reykjavík. Að öðrum kosti skal leysa úr ágreiningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.