Matur, grænmeti, holt, næringarríkt, grænmetisæta, kjúklingur, nutriment reykjavík, næringarfræðingur, klínískur næringarfræðingur, matur, mataræði, næring, næringarfræði
Dögg Guðmundsdóttir, Klínískur næringarfræðingur, eigandi Nutriment Reykjavík

Um Nutriment

Ég heiti Dögg Guðmundsdóttir, ég er klínískur næringrfræðingur og er stofnandi Nutriment Reykjavík.

Nafnið Nutriment kemur út frá enska orðinu ‘nutriment’, sem þýðir næring eða fæða. Nafnið er einnig lausleg skírskotun íslenska orðið ‘mennt’, þar sem markmið þjónustu Nutriment er að fræða og auðga kunnáttu þegar kemur að næringu og mataræði.

Hvað er Nutriment?

Nutriment Reykjavík hefur verið hugarfóstur allt of lengi en leit dagsins ljós loksins 2024. Í upphafi sem fræðandi samfélagsmiðill á Instagram, en með þá stefnu að geta seinna boðið upp á einstaklingsmeðferð og fræðslu fyrir hópa frá næringarfræðingi.

Markmið Nutriment er að veita fræðslu og færni til að byggja upp heilbrigt og farsælt samband við mat stuðla að hraustari framtíð með góða næringu að vopni og aðstoða þig við að ná sem mestu úr endurhæfingunni.

Hvað er í boði?

Í boði eru staðviðtöl, þar sem hægt er að mæta í Síðumúla 13, 3. hæð. Einnig er hægt mæta í fjarviðtal. Þau eiga sér stað í gegnum vottað kerfi sem uppfyllir öll persónuverndarskilyrði til að tryggja öryggi og trúnaði hvers og eins.

Næringarráðgjöf er miðuð út frá þörfum hvers og eins þar sem við nálgumst vandamálin eða markmiðin út frá þínum þörfum.

Áskoranir næringar geta verið jafn fjölbreytt og þau eru mörg og þörf á mismikilli aðstoð. Ekki hika við að senda línu hér fyrir neðan og aldrei að vita nema það verði upphafið af einhverju nýju og skemmtilegu.

Frekari skilmála má sjá í hlekk neðst á síðunni.

Matur, grænmeti, holt, næringarríkt, grænmetisæta, kjúklingur, nutriment reykjavík, næringarfræðingur, klínískur næringarfræðingur, matur, mataræði, næring, næringarfræði

Hvar?

Nutriment Reykjavík er til húsa í Síðumúla 13, á 3. hæð.

Tökum fagnandi á móti þér

 

Hafðu Samband

Sendu okkur línu - Við elskum að heyra hvað þú ert að velta fyrir þér. Kannski getum við gert eitthvað spennandi saman.