Hvað er í boði?

Hér er hægt að nálgast persónulega næringarráðgjöf með næringarfræðingi í einstaklingsviðtölum, bæði á staðnum og í fjarfundi. Þar er lögð áhersla á að finna lausnir sem henta hverjum og einum út frá markmiðum og aðstæðum.

Svo er í boði Sterkur Grunnur sem er ætlað foreldri/foreldrum og unglingum. Sterkur Grunnur er hugsað sem stakur tími en ekki áframhaldandi næringarmeðferð þar sem foreldri og unglingur mæta saman og fá fræðslu og hafa tækifæri á spyrja spurninga.

Þjónustan er styrkt af flestum stéttarfélögum.

Einnig er í boði hópfræðsla fyrir fyrirtæki og hópa þar sem farið er yfir næringu á aðgengilegan og fræðandi hátt.

Matur, grænmeti, holt, næringarríkt, grænmetisæta, kjúklingur, nutriment reykjavík, næringarfræðingur, klínískur næringarfræðingur, matur, mataræði, næring, næringarfræði

Einstaklings viðtöl

20.900 kr - hver tími er um 50 mínútur

Persónuleg ráðgjöf þar sem tekin eru mið af þörfum hvers og eins. Markmið er að stuðla að heilbrigðu lífi, bæta samband við mat og styðja við endurhæfingu.

Markmið þurfa að vera sérsniðin að þér til að tryggja raunhæf, varanleg og jákvæð skref í átt að betri heilsu og bættri líðan.
Við setjum saman markmið út frá þínum þörfum og aðstæðum og finnum í framhaldi hagnýtar og heilbrigðar leiðir til að ná árangri.

Það skiptir miklu máli að það að næra sig vel sé ekki leiðinlegt og erfitt, heldur eitthvað sem við getum notið ævilangt.

Matur, grænmeti, holt, næringarríkt, grænmetisæta, kjúklingur, nutriment reykjavík, næringarfræðingur, klínískur næringarfræðingur, matur, mataræði, næring, næringarfræði

Því miður er ekki lyftu aðgengi þar sem Nutriment er til húsa. En það skiptir máli að tryggja að öll hafi aðgang að næringarráðgjöf. Eins er mikilvægt að geta boðið uppá viðtöl fyrir þau sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eða eiga ekki auðvelt með að mæta á svæðið.

Þá er gott að fá fjarviðtal. Viðtölin eiga sér stað í gegnum örugga miðla svo öllum trúnaði sé gætt.

Fjarviðtöl

20.900 kr - hver tími er um 50 mínútur

Matur, grænmeti, holt, næringarríkt, grænmetisæta, kjúklingur, nutriment reykjavík, næringarfræðingur, klínískur næringarfræðingur, matur, mataræði, næring, næringarfræði

Sterkari Grunnur

20.900 kr - hver tími er um 50 mínútur

Sterkari Grunnur er næringarráðgjöf sem er hugsað fyrir foreldar/forráðamenn og unglinga. Tíminn er fyrir þá sem vilja fá betri yfirsýn yfir næringarþarfir unglingsins. Oftast er um að ræða fremur sjálfstæða einstaklinga, í allskonar íþróttum og áhugamálum auk skóla og félagslífs. Á sama tíma herjar á þau allskonar upplýsingar úr öllum áttum.

Í tímanum er farið yfir helstu atriði í mataræði unglinga, svo sem orku og próteinþörf, mikilvægi fjölbreytni í mataræðinu og hvað eru fæðubótarefni og til hversu eru þau.

Sterkur Grunnur er hugsað sem 1-2 tímar (50 mínútur) og getur því verið gott að koma ágætlega undirbúin og jafnvel með einhverjar spurningar skrifaðar hjá sér. Hér er tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðleggingar sem tengjast daglegum áskorunum, eins og matvendni, hreyfingu og aukinni orkuþörf. Markmiðið er að veita hagnýta fræðslu og styðja bæði foreldra og unglinga til að skapa heilbrigðan grunn fyrir unglinginn án þess að flækja málin.

Hér eru öll velkomin og ætlast til að unglingur og foreldri/ar mæti saman.

Sterkur Grunnur er ekki ætlaður þeim sem eiga við sjúkdóma eða undirliggjandi vandamál að stríða.

Matur, grænmeti, holt, næringarríkt, grænmetisæta, kjúklingur, nutriment reykjavík, næringarfræðingur, klínískur næringarfræðingur, matur, mataræði, næring, næringarfræði

Hópfræðsla

Hafa samband fyrir verð

Hægt er að bóka hópfræðslur fyrir allskonar hópa.

Markmiðið fræðslunnar er að vekja áhuga á bættri næringu, fræða um hvernig megi gera gott enn betra og umfram allt að hafa svolítið gaman af þessu.

Þetta er ekki ‘one size fits all dæmi’.
Við erum með hópfræðslu fyrir hópa í hreyfingu þar sem markmiðið er að efla einstaklinga í að hugsa um næringu samhliða hreyfingu - nauðsynlegir þættir sem vinna best saman. Við erum ekki öll atvinnuíþróttafólk, en það þýðir ekki að næringin skipti ekki máli.

Einnig er í boði fræðsla fyrir þá sem sem starfa með einstaklingum og heilsu, þar sem markmiðið er að virkja meðferðaraðila í að nálgast samtal um næringu af réttum stað og hvernig megi átta sig á þegar frekari aðstoðar er þörf frá sérfræðingi.

Vissir þú að betur nærður starfsmaður afkastar betur, hefur skýrari hugsun og hefur betri einbeitingu? Auk þess líklegri til að finna ánægju í starfi. Fáðu fræðslu á þinn vinnustað.

Eins viljum við fræða og styrkja hópa sem vinna með börnum, unglingum og fjölskyldum. Við leggjum áherslur á hagnýtar lausnir, og gagnrýna hugsun á tímum stöðugs áreitis samfélagsmiðla.

Hafðu samband

Láttu í þér heyra - hafðu samband hér til hliðar og það er aldrei að vita nema það verði upphafið af skemmtilegri vegferð og bættri líðan.