Carnivore: Kransæðastífla og skínandi fínir kviðvöðvar?
Dögg Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir

Carnivore: Kransæðastífla og skínandi fínir kviðvöðvar?

Carnivore mataræði hefur verið áberandi undanfarið og vinsældir þess aukist vegna áhrifaríkrar samfélagsmiðla herferðar og áhrifavalda. Mataræðið samanstendur eingöngu af kjöti og dýraafurðum líkt og hráum mjólkurvörum en einnig töluvert miklu salti og smjöri. Engin matvæli úr plönturíki eru leyfð svo þú mátt ekki neyta ávaxta, grænmetis, korns, hneta eða belgjurta og ekki einu sinni kryddjurta. Mataræðið er því eins og sést, verulega takmarkandi.

….

Read More
Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki?
Dögg Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir

Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki?

Undanfarið hefur verið vinsælt að halda því fram á samfélagsmiðlum að næringarráðleggingar beri ábyrgð á öllum mögulegum heilsufarsvandamálum fólks í vestrænum löndum. En bíddu nú við, stenst það? Hversu margir fara eftir næringarráðleggingunum í raun og veru? Samkvæmt landskönnun um mataræði Íslendinga þá eru í raun mjög fáir sem fylgja ráðleggingum og því ekki hægt að fullyrða að næringarráðleggingarnar sjálfar séu rót heilsufarslegra vandamála.

Read More
Er soja að eyði­leggja ís­lenska karl­mennsku?
Dögg Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir

Er soja að eyði­leggja ís­lenska karl­mennsku?

Soja er matvæli sem hefur verið töluvert umdeilt og mikið rætt á sviði næringar en um er að ræða einstakt matvæli sem hefur verið ansi vel rannsakað. Rannsóknir sýna fram á að soja hafi ýmist jákvæð eða hlutlaus áhrif á ýmsar heilsufarslegar útkomur. Þrátt fyrir það hefur þessi ágæta fæða ekki verið örugg fyrir háværum og ósanngjörnum mýtum sem virðast seint ætla að deyja út. Raunin er sú að soja er mjög næringarríkt matvæli sem hefur að geyma mikilvæg prótein. Soja er eitt af fáum plöntupróteinum sem að inniheldur allar 9 lífsnauðsynlegu amínósýrurnar í þeim hlutföllum sem við þörfnumst eins og dýraprótein. Það er auk þess ríkt af kalki, magnesíum, trefjum og inniheldur járn og sink. Fyrir flesta er því um að ræða næringaríka fæðu og líklegt til að hafa heilsufarslegan ávinning, sé ekki óþol til staðar.

Read More
Eru sam­fé­lags­miðlar að setja heil­brigðis­kerfi fram­tíðarinnar á hausinn?
Dögg Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir

Eru sam­fé­lags­miðlar að setja heil­brigðis­kerfi fram­tíðarinnar á hausinn?

Gríðarlegt magn upplýsinga flæðir óhindrað inn í líf okkar í gegnum samfélagsmiðla daglega. Sjálfar erum við dyggir notendur samfélagsmiðla, en okkur þykir þó ástæða til að vekja athygli á hvaða áhrif þessar upplýsingar kunna að hafa á heilsu okkar, hversu berskjölduð við erum fyrir þeim og hversu áreiðanlegar þær eru.

Read More
Er blóð­sykurinn þinn versti ó­vinur?
Dögg Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir

Er blóð­sykurinn þinn versti ó­vinur?

Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans.

Read More
Er lýsi eins skað­legt og það er bragðvont?
Dögg Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir

Er lýsi eins skað­legt og það er bragðvont?

Lýsi er fiskiolía unnin úr lifur ýmist þorska, ufsa eða lúðu en þorskalýsi er þó algengast. Lýsi er ríkt af A og D-vítamínum og inniheldur mikið magn fjölómettaðra fitusýra líkt og omega-3 fitusýra sem að eru okkur nauðsynlegar.

Read More
Af hverju ekki ketó?
Dögg Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir

Af hverju ekki ketó?

Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina. Helsta markmiðið er þyngdartap, en þar er aðeins hálf sagan sögð þar sem þyngdartapinu fylgir í langflestum tilfellum þyngdaraukning aftur. Bætt heilsa, aukinn skýrleiki, meiri orka, jafnvægi á hormónastarfsemina og fleiri fullyrðingar hafa einnig verið notaðar til að dásama kosti mataræðisins. Einnig hafa sumir talað um að mataræðið sé góð forvörn gegn krabbameinum og sykursýki 2, líkt og önnur mataræði og kúrar hafa lofað.

Read More